Um fyrirtækið
Við hjá Skipulagi og skjölum ehf. veitum ráðgjöf um skjalastjórnun á vinnustað skv. staðlinum ISO 15489. Skjalastjórnun tryggir bætta meðferð ómissandi skjala, bætt aðgengi að virkum skjölum og mótun verklags við eyðingu skjala eða færslu þeirra í óvirka og varanlega vistun til langs tíma.
Við fylgjum verkefninu úr hlaði með skráningu samþykkts verklags. Starfsmenn taka síðan við og sjá síðan sjálfir um daglega skjalastjórnun.
Flokkunarkerfi
Flokkunarkerfið felur í sér efnisflokkun mála og verkefna. Við veitum aðstoð við gerð samræmds flokkunarkerfis vinnustaðarins. Við göngum frá flokkunarkerfinu til samþykktar fyrir opinbera aðila hjá Þjóðskjalasafni Íslands. Hver og einn vinnustaður þarf að búa yfir flokkunarkerfi.
Lífshlaup skjals
Öllum skjölum, hvort sem þau eru á pappír eða rafrænu formi, þarf að stjórna. Frá myndun skjalanna til eyðingar eða endanlegar vistunar. Við veitum aðstoð við gerð skjalaáætlunar fyrirtækisins þar sem lífshlaup einstakra skjalaflokka er skilgreint fyrirfram.
Starfsmenn
Alfa Kristjánsdóttir, upplýsingafræðingur B.A frá Háskóla Íslands. Alfa hefur langa reynslu af innleiðingu skjalastjórnunar fyrir íslenska vinnustaði og veitir ráðgjöf og fræðslu um skjalastjórnun.
Sigmar Þormar, M.A. er með meistarapróf í félagsfræði efnahagslífsins frá Carleton háskóla í Kanada. Sigmar hefur sérhæft sig í fræðslumálum.