logologoText

Nýtt námskeið í skjalastjórnun þann 21. febrúar | 2019

Skjalastjórnunarnámskeið í Gerðubergi

Námskeið: Skjalastjórnun í opinberum rekstri: persónuupplýsingar og rafræn skjalavarsla

Hvenær: Fimmtuaginn 21.febrúar 2019 kl 9:00-16:20

Hvar: Menntaskólanum við Sund (Gnoðavogi, Rvk.)

Fyrir hverja er námskeiðið? Námskeiðið er ætlað stjórnendum, skjalastjórum, byggingarfulltrúum og þeim sem bera almennt ábyrgð á skjalastjórnun og skjalavörslu.

Innihald námskeiðs: Skjalastjórnun verður kynnt sem stjórnunarátak fyrir stofnunina/sveitarfélagið. Helstu hugtök verða skýrð; upplýsingaúttekt, lýsigögn skjala og mála, málalykill, stjórnun tölvupósts, óvirk skjöl og skjalavistunaráætlun. Fræðsla um skráningu og notkun á málaskrá í One. Fjallað verður um meðferð trúnaðarskjala, vinnsluskrá um persónuupplýsingar og aðgang að skjölum. Umfjöllun um langtíma rafræna skjalavörslu (vörsluútgáfur) út frá kröfum Þjóðskjalasafns. Rætt verður um innleiðingu verkefnis almennt og leiðbeiningar í gæðahandbók. Fyrirlestrar og umræðutímar.

Fylgt verður staðlinum ISO 15489 sem leiðbeinir um hvernig koma megi á alhliða skjalastjórnun á vinnustað. Á námskeiðinu verða sýnd myndskeið.

Leiðbeinendur: Alfa Kristjánsdóttir, upplýsingarfræðingur. Alfa hefur margra ára reynslu af ráðgjöf um skjalastjórnun og skjalavörslu fyrir sveitarfélög. Hrafnkell Erlendsson, sérfræðingur frá OneSystems. Sigmar Þormar, MA og kennari. Umsjónarmaður námskeiðs.

Námskeiðsgjald er kr. 42.000. Hádegisverður, kaffi og meðlæti innifalið.

Skráning er einföld. Sendið tölvupóst á skipulag@vortex.is og gefið upp nafn,símanúmer og kennitölu greiðanda námskeiðsgjalds (eða hringið í 6956706)

Skipulag og skjöl ehf.

-Skjalastjórnun ehf, þekkingarstjórnun

Laugalind 6, 201 K.

Gsm 695 6706

skipulag@vortex.is

Mynd 1 með frétt
Þann 19. og 20.mars sl. héldum við námskeiðið Inngangur að skjalastjórnun í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Fjölbreyttur hópur starfsfólks sveitarfélaga, þjónustufyrirtækja ofl. sótti námskeiðið. Næsta námskeið verður 15. og 16. október og stendur skráning yfir.