Rafræn skil sveitarfélaga
Skipulag og skjöl ehf. hafa undanfarið einbeitt sér að ráðgjöf um skjalastjórnun til sveitarfélaga. Að lokinni upplýsingaúttekt er veitt aðstoð við gerð flokkunarkerfis hvers sveitarfélags og gerð skjalavistunaráætlunar (lífhlaupi skjals hrint í framkvæmd). Verklagsreglur eru mótaðar. Markmiðið er bætt skjalavistun í samræmi við kröfur laga um sífellt betri þjónustu og upplýsingamiðlun til íbúa hvers sveitarfélags.
Með skjalastjórnunarvinnu næst fram bætt nýting skjalakerfis (tölvuhugbúnaðar til skjalastjórnunar). Hjá Skipulagi og skjölum ehf. er veitt aðstoð við innleiðingu þeirra bættu vinnubragða sem skjalastjórnun felur í sér þannig að fjárfestingar í tölvubúnaði skili sér að fullu. Að lokinni upptöku skjalastjórnunar sjá starfsmenn sveitarfélagsins um daglega vistun og endurheimt skjala á nýjum forsendum skjalastjórnunar.