logologoText

Skjalastjórnun innleidd

Að Háskólanum að Bifröst hefur verið tekin upp skjalastjórnun samkvæmt alþjóðastaðlinum ISO 15489. Skipulag og skjöl ehf. veittu ráðgjöf til skólans. Unnin var upplýsingaúttekt og mótaðar verklagsreglur og málalykill í samstarfi við starfsfólk skólans. Skjalakerfið One Systems var innleitt með fræðslu (sjá mynd) og handleiðslu til einstakra starfsmanna. Skjalastjórnun Háskólans á Bifröst mun efla jafnt stjórnsýslu skólans sem akademískt starf.

Mynd 1 með frétt
Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst ásamt starfsmönnum á fræðsluviðburði um innleiðingu skjalakerfis.