Skipulag og skjöl ehf. veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf í skjalastjórnun og þekkingarstjórnun. Skjalastjórnun felur í sér vinnubrögð við að stjórna jafnt rafrænum skjölum sem pappírsskjölum. Markmið er að skjöl finnist er á þeim þarf að halda í dagsins önn. Fyrsta skrefið við upptöku skjalastjórnunar er gerð svokallaðrar þarfagreiningar(skjalaúttektar) á vinnustaðnum.
Í þekkingarstjórnun er áherslan á söfnun, vistun og nýtingu innri þekkingar vinnustaðar. Markmiðið er að nýta þessa þekkingu til bættrar þjónustu eða til að efla samkeppnishæfni fyrirtækis. Skjalastjórnun er mikilvægur liður í þekkingarstjórnun. Við bjóðum uppá inngangsfræðslu í skjalastjórnun og þekkingarstjórnun.